Vorferð Árdokkanna 2016

 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016
 • Vorferð 2016

Ferð Árdokkanna 10. maí 2016

Prjónaklúbbur Ársafns fór sína árlegu vorferð þriðjudaginn 10. maí í ágætis veðri en eilítið svölu lofti. Farið var austur fyrir fjall og byrjað á dýrindis súpu á Hótel Selfossi í afar notalegu umhverfi með fallegu útsýni yfir Ölfusána. Markaðsfulltrúi hótelsins hún Nína Margrét Pálmadóttir fór síðan með okkur útsýnisrúnt um hótelið og sýndi okkur nýju herbergin og síðan herbergin eins og þau voru. Síðan fengum við að skoða Riverside spa og allt sem því tilheyrir. Þaðan var förinni heitið að Þingborg þar sem frægi mjúki lopinn er seldur og handverkið skoðað og mælt út. Þá renndum við aftur á Selfoss og þar var verslunin Lindin heimsótt og smakkað á sérrýstaupi í boði búðarinnar. Freistingarsjoppan og Handverkshúsið fékk síðan spenntar Árdokkur til sín og þar var sko af nógu að taka. Eftir að götur Selfoss höfðu verið mældar út var kominn tími til að borða á Kjöt og Kúnst í Hveragerði þar sem vertinn tók vel á móti okkur með skemmtisögum og bröndurum ásamt dýrindis mat. Þegar eftirréttinum hafði verið gerð góð skil var haldið heim á leið og tíminn í bæinn nýttur til að segja skemmtisögur og skrýtlur eins og okkur einum er lagið. Frábær ferð með skemmtilegum konum.

María H. Kristinsdóttir-Árdokka