Vika bókarinnar | Viðkoma í Kringlunni: Pétur Gunnarsson

Pétur Gunnarsson

Vika bókarinnar | Sunna Dís Másdóttir tekur á móti Pétri Gunnarssyni

Menningarhús Kringlunni, 27. apríl klukkan 17.30 - 18.30 

Í tilefni af viku bókarinnar mun Sunna Dís Másdóttir taka á móti Pétri Gunnarssyn en hann mun lesa úr verkum sínum og spjalla við gesti. Pétur hefur verið einn af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar allt frá þátttöku sinni í listaskáldunum vondu. Um Pétur hefur verið sagt að hann sé einn þeirra höfunda sem helst færðu lesendum Reykjavík og lífið þar eins og þeir, sem ólust þar upp, höfðu kynnst. Fram að því hafði höfuðborgin í íslenskum skáldskap að mestu verið kynnt með augum sveitamanna á mölinni, og þá með gráma sínum sem andstæða sveitarinnar þar sem ríkti tærleiki og fegurð. En Pétur lýsti margbreytilegu lífi krakkanna sem þar bjuggu, með leikjunum, ævintýrunum, þrjúbíói, sunnudagaskóla og tívolí.

Sjá dagskrána á Viku bókarinnar

Nánari upplýsingar veitir:
Hildur Baldursdóttir
hildur.baldursdottir [at] reykjavik.is
Sími: 580 6207

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 27. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30

Viðburður endar: 

18:30