Vika bókarinnar | Framúrskarandi rit

Hagþenkir

Vika bókarinnar | Kynning á framúrskarandi fræðiritum

Menningarhús Grófinni, 23. apríl kl. 14

Þann 23. apríl næstkomandi, á degi bókarinnar, verða í Grófinni höfundar fjögurra fræðibóka sem tilnefndar voru í vetur til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræði- og kennslugagna.

Bækurnar eru:

  • Síðustu ár sálarinnar eftir Ársæl Má Arnarsson
  • Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar eftir Guðrúni Ingólfsdóttur
  • Landsnefndin fyrri 1770-1771 eftir Hrefnu Róbertsdóttur og Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur
  • Jón lærði og náttúrur náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson, sem er jafnframt handhafi verðlaunanna

Höfundarnir kynna bækur sínar í léttu spjalli. Hér er tækifæri til að kynnast rjóma nýútgefinna fræðirita í beinu sambandi við höfundana.

Dagskráin hefst kl. 14. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir.

Sjá dagskrána á Viku bókarinnar

Nánari upplýsingar veitir:
Björn Unnar Valsson
bjorn.unnar.valsson [at] reykjavik.is
Sími: 411 6118

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 23. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00