Vika bókarinnar | Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna.

Vika bókarinnar | Bókaverðlaun barnanna 

Menningarhús Grófinni, 20. apríl kl. 14

Á sumardaginn fyrsta verða Bókaverðlaun barnanna veitt í Borgarbókasafninu Grófinni. Ár hvert verðlauna almennings- og skólabókasöfn landsins tvær nýjar bækur, eina íslenska og aðra þýdda sem börn og unglingar um allt land hafa kosið sem þá bestu. Á verðlaunahátíðinni verða höfundi og þýðanda verða veitt verðlaun og nokkur börn sem tóku þátt í kosningunni fá líka viðurkenningu.

Húlladúllan mætir á svæðið og heldur uppi sumarfjöri með húllafimi sinni og kennir stórum og smáum að húlla. Boðið verður svo upp á kaffi, kökur og djús.

Sjá dagskrána á Viku bókarinnar

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 20. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00