Vika bókarinnar | Bókakaffi: Og þarna var ég sex sumur

Bókakaffi, Og þarna var ég sex sumur Sveitadvöl barna í íslenskum bókmenntum,

Vika bókarinnar | Bókakaffi: Og þarna var ég sex sumur

Menningarhús Gerðubergi, miðvikudag 26. apríl kl. 20 

Á Bókakaffi í apríl ræðir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur, um hvernig fjallað er um sumardvöl barna í sveit í íslenskum bókmenntum.

Rædd verða nokkur þemu sem ítrekað birtast þegar sagt er frá sumardvöl í sveit og munurinn á bókmenntategundum ígrundaður, þ.e. barnabókum, skáldsögum fyrir fullorðna, ljóðum og sjálfsævisögulegum bókmenntum. Heimþrá, vinnuþrælkun og jafnvel trámatískar minningar um kynferðislega misnotkun ber á góma – en líka yndislegar sumarminningar um ævintýr í sveitum landsins sem höfðu að öllu leyti jákvæða reynslu á ævi sögupersóna.

Þórunn Hrefna er bókmenntafræðingur að mennt og með MA-gráðu í útgáfu og ritstjórn. Hún hefur verið bókmenntagagnrýnandi um árabil og einnig starfað sem blaðamaður. Þórunn Hrefna hefur ritað fjórar ævisögur, þeirra Margrétar Frímannsdóttur, Ruthar Reginalds, Margrétar Pálu og Guðmunds Sesars.

Mikið svigrúm er fyrir umræður og gestir hvattir til þess að deila sveitasögum.

Bókakaffi í Gerðubergi er hluti kaffikvölda í Gerðubergi og haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, fjórða miðvikudagskvöld í mánuði. Það er vinsæll liður í viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins. Dagskrá Bókakaffis á vormisseri 2017 má kynna sér hér

Sjá dagskrána á Viku bókarinnar

Nánari upplýsingar veitir:
Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri
sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6109 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 26. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00