Viðkoma í Sólheimum | Kryddjurtarækt

Kryddjurtir

Viðkoma í Sólheimum | Kryddjurtarækt
Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Fimmtudagur 23. mars kl. 17:30

Hefur þig alltaf langað til að hafa röð kryddjurta í eldhúsglugganum eða garðinum en ekki vitað hvernig þú ættir að bera þig að? Nú gefst tækifæri til að fræðast um undirbúning kryddjurtaræktunar, ræktunina sjálfa og eftirfylgni. Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt,  mun fjalla um allt sem viðkemur ræktun kryddjurta, inni sem úti, í Borgarbókasafninu Sólheimum fimmtudaginn 23.mars kl. 17:30. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Viðkoma er ný viðburðaröð á vegum Borgarbókasafnsins í Kringlunni og Sólheimum. Boðið verður upp á áhugaverða dagskrá fjórða fimmtudag í mánuði kl. 17:30 til skiptis í söfnunum tveimur.

Nánari upplýsingar veitir:
Auður Inga Ingvarsdóttir
sími: 411 6160
Netfang: audur.inga.ingvarsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 23. mars 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30

Viðburður endar: 

18:30