VETRARFRÍ | Vísindasmiðja

Vísindasmiðja

Vísindasmiðja | Kynnist undrum vísindanna

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Mánudaginn 19. október kl. 13-15

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður krökkum að kynnast undrum vísindanna. Í smiðjunni verður fengist við margt spennandi, svo sem margspeglun, rörasíma og svífandi segla. Einnig munu börnin kynnast huldugrís, óstýrilátum pendúl og listfengri rólu sem teiknar myndir.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands var opnuð vorið 2012. Markmið smiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti og styðja þannig við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda. 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Hér má nálgast heildardagskrá yfir það sem er í boði í vetrarfríinu í menningarhúsum Borgarbókasafns.

Nánari upplýsingar veitir:

Natalie Colceriu, deildarbókavörður,  NatalieJC [at] reykjavik.is,   411 6250

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 19. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

15:00