VETRARFRÍ | Hljóðfærasmiðja

Hljóðfærasmiðja

VETRARFRÍ | Allt í drasli - hljóðfærasmiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, 1. hæð
Fimmtudaginn 15. febrúar, kl. 14-16

Það verður „allt í drasli“ í Borgarbókasafninu Grófinni í vetrarfríinu. Við höfum safnað saman ýmsum hlutum og ætlum að búa til eitthvað fallegt, skapandi og skemmtilegt úr því.

Í hljóðfærasmiðjunni kynnast börnin hljóðfærum og tónlist með því að búa til sín eigin hljóðfæri eins og flautur, horn, trompett, slagverk og einföld strengjahljóðfæri úr ódýru hráefni, plasti, tré eða jafnvel efni sem fellur til heima við. 

Pamela de Sensi er menntaður flautuleikari með lokapróf Conservatorio di Musica L. Perosi á Ítalíu og masterspróf í kammertónlist frá tónlistarháskólanum S. Cecilia í Róm. Pamela hefur unnið mikið með börnum. Hún hefur kennt flautuleik í Reykajvík, Kópavogi og á Selfossi. Þá stofnaði hún tónleikaröðina Töfrahurð fyrir börn og stóð fyrir fjölda tónleika. Einnig hefur hún komið að útgáfum barnabókanna Karnival dýranna, Englajól, Strengir á tímaflakki, Töfraflautan, Björt í Sumarhúsi og Pétur og úlfurinn. Undanfarin fjögur ár hefur hún haldið fjölmargar hljóðfærasmiðjur fyrir börn um allt land sem hlotið hafa mikilla vinsælda.

Allt efni verður á staðnum og þátttaka ókeypis.

Dagskrá safnsins í vetrarfríinu

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 15. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00