VETRARFRÍ | Furðuverusmiðja

Furðuvera

VETRARFRÍ | Furðuverusmiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, 1. hæð
Fimmtudaginn 19. október kl. 13:30-16:30

Í furðuverusmiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að skapa sína eigin furðuveru sem er endurunninn úr textílefnum. Þátttakendur verða hvattir til að segja söguna af furðuverunni og leyfa öðrum að kynnast henni betur. Getur hún töfrað? Eða hefur hún ofurkrafta?

Leiðbeinendur furðuverusmiðjunnar eru þær Guðný Katrín Einarsdóttir textílhönnuður og iðjuþjálfi, Erla Dís Arnardóttir textílhönnuður og kennari og Andrea Fanney Jónsdóttir textílhönnuður og klæðskerameistari. Saman standa þær að þróunarverkefninu handaband  sem hóf göngu sína í mars 2017 á Vitatorgi - félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins er að bjóða upp á skapandi vinnustofur fyrir fjölbreytta hópa.  Á vinnustofunum er unnið með textílefni sem fellur til við framleiðslu á Íslandi. Þátttakendur þróa nýjan textíl og vörur í samstarfi við leiðbeinendur sem eru lærðir kennarar og hönnuðir.

Hér má nálgast heildardagskrá yfir það sem er í boði í vetrarfríinu í menningarhúsum Borgarbókasafns.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 19. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

16:30