Vetrarfrí | Alþjóðadagur móðurmálsins

Alþjóðadagur móðurmálsins 2017

Langar þig að skrifa sendibréf á þínu móðurmáli?

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni, Spönginni, Gerðubergi, Kringlunni, Árbæ og Sólheimum
Þriðjudaginn 21. febrúar

Vegna Alþjóðadags móðurmálsins sem haldinn er hátíðlegur ár hvert býður Borgarbókasafnið börnum og fjölskyldum þeirra að skrifa bréf á sínu móðurmáli og senda til ættingja og vina hvort sem þeir eiga heima á Svalbarða, Siglufirði eða Senegal.
Leiðbeiningar liggja frammi í söfnunum um hvernig búa eigi til „umslagsbréf“ og póstkassar verða á öllum stöðum. Stór, rauður „alvöru" póstkassi sem Pósturinn lánar í tilefni dagsins verður staðsettur í Borgarbókasafninu í Grófinni.
Bréfunum úr öllum söfnunum verður safnað saman þangað og frímerkt. Pósturinn sækir svo sendibréfin úr rauða póstkassanum og kemur honum til ættingja og vina.   

Fulltrúar frá samtökunum Móðurmál verða í Grófinni og kynna gestum og gangandi starfsemi sína. Sjá heimasíðu Móðurmáls hér.

Sjá upplýsingar um Alþjóðadag móðurmálsins 2017 hér...

Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í Vetrarfríi grunnskólanna hér...

Nánari upplýsingar veitir:

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6122 / 618 1420

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 21. febrúar 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

18:00