OFF Venue | Iceland Airwaves í Borgarbókasafninu

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 1.-5. nóvember. Um alla borg munu tónlistarmenn stíga á svið og setja svip sinn á mannlífið ásamt þeim fjölda gesta, innlendra sem erlendra, sem sækir hátíðina heim. Við á Borgarbókasafninu hlökkum að sjálfsögðu til hátíðarinnar og ekki síst að hlusta á þá tónlistarmenn sem ætla að troða upp hjá okkur meðan á hátíðinni stendur.  

Dagskráin á Borgarbókasafninu í Grófinni:

Miðvikudagur  1. nóvember
15.00               Miss Naivety Rússland (RU)
16.00               AFK  Ísland (IS)
17.00               Heiðrik Færeyjar (FO)

Fimmtudagur 2. nóvember
15.00               Graveyard Club (US)
16.00               Sturle Dagsland (NO)
17.00               One Week Wonder (IS)

Föstudagur 3. nóvember
15.00               Gróa (IS)
16.00               Holdgervlar (IS)  
17.00               Nexion (IS)