Upplýsingaþjónusta

Starfsmenn upplýsingaþjónustunnar leitast við að mæta þörfum notenda fyrir safngögn á hvaða formi sem er, svara fyrirspurnum og leita heimilda. Starfsmenn upplýsingaþjónustunnar leiðbeina notendum á sviði upplýsingalæsis, s.s. varðandi val og notkun viðeigandi hjálparmiðla við upplýsingaöflun.

Sendu okkur fyrirspurn

Sendu okkur fyrirspurn á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is og henni verður svarað eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan tveggja sólarhringa.

Upplýsingaþjónusta á Facebook

Við veitum einnig upplýsingaþjónustu á Facebook á opnunartíma safnsins. Settu fyrirspurn á vegginn okkar og við svörum eins fljótt og auðið er.
Kíktu á okkur á Facebook!