Uppeldi sem virkar

Í Borgarbókasafninu í Grófinni og Spönginni eru fjölskyldustundir sérstaklega ætlaðar börnum sem ekki eru komin á leikskólaaldur þó auðvitað séu eldri börn líka velkomin.  

Í Grófinni er boðið upp á samsöng á hverjum fimmtudegi. Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum og heitt kaffi á könnunni.

Lone Jensen, kennari á námskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, heimsækir okkur frá Heilsugæslu Reykjavíkur. Lone veitir okkur góð ráð sem byggja á Uppeldisbókinni eftir Edward R. Christophersen og svarar spurningum foreldra.

Á námskeiðinu Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar er lögð áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. 

-----------------------

Lone Jensen, teacher of the course Upbringing that works - skills for the future will be visiting us, from the Healthcare of Reykjavík. Lone will be giving us some good advice that are based on the book "Parenting that works : building skills that last a lifetime" by Edward R. Christophersen. She will also be answering questions parents may have.

Lone will also on this course teach parents ways to be on the same page in parenting as well as skills that are likely to be helpful for children in the feature. The parents will also learn methods to strenghten their own skills and bring out the best behaviour of the child which will prevent difficulties on a postive note.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 23. mars 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

11:00

Viðburður endar: 

12:00