Um safnið

Bókasafnið í Sólheimum er fyrsta húsnæði Borgarbókasafnsins sem strax í upphafi var hannað og byggt með þarfir bókasafns í huga. Safnið opnaði fyrst 1948 að Hlíðarenda við Langholtsveg. Það fluttist fljótlega í Efstasund og þaðan í Sólheimana, þar sem það hóf starfsemi í janúar 1963.

Þótt bókasafnið í Sólheimum sé ekki stórt um sig, rétt rúmir 200 m2, er þar góður safnkostur bæði fyrir börn og fullorðna. Safnkosturinn, um 35.000 eintök, telur bækur, tímarit, myndbönd, hljóðbækur, tungumálanámskeið og margmiðlunarefni. Lestraraðstaða er í safninu og þar er m.a. hægt að lesa dagblöðin og tímarit. Þá er þar fjölbreytt dagskrá fyrir börn, til dæmis á Vetrarhátíð og á Heimsdegi barna, og haldin eru ýmis námskeið. Á sumrin eru ritsmiðjur í boði fyrir börn.