Um safnið

Borgarbókasafnið – menningarhús Árbæ opnaði í febrúar 2004. Safnið sem er um 550 m2 er í Ásnum og í góðu sambýli við m.a. verslun, bakarí og pítsustað.

Safnkosturinn er um það bil 30.000 eintök, bækur, tímarit, mynddiskar, íslenskir tóndiskar, hljóðbækur, tungumálanámskeið og margmiðlunarefni.

Safnið er á 2. h æð og er bjart og vinalegt. Lokuð herbergi eru ekki til staðar en þó er tilvalið fyrir litla hópa að hittast í safninu. Boðið er upp á kaffi og hægt er að skoða blöð, tímarit og bækur. Setaðstaða er góð með notalegum sófum og stólum en einnig eru borð til staðar ef gestir vilja læra eða vinna í tölvu. Þráðlaust net er í safninu og einnig hægt að kaupa aðgang að tölvu og prenta út.

Þá eru haldnar sýningar af ýmsu tagi á Veggnum og í safninu er starfandi leshringurinn Karla- og konubækur. Hann hittist fyrsta miðvikudag í mánuði yfir veturinn kl 16.15. Nánari upplýsingar um lesefni og annað má nálgast hér. Prjónaklúbburinn Árdokkurnar hittast alla þriðjudaga kl. 13-15 yfir veturinn.