Tungumál er gjöf

Öll börn þurfa að læra tungumál og sum börn þurfa að læra fleiri en eitt tungumál strax á unga aldri. Vefurinn "Tungumál er gjöf" er verkfærakista fyrir leikskólakennara full af hugmyndum um það hvernig hægt er að efla leikskólastarf með fjöltyngdum börnum og foreldrum þeirra. Miðvikudaginn 18. janúar kl. 16:00 verður vefurinn "Tungumál er gjöf" opnaður í Borgarbókasafni - Menningarhús við Tryggvagötu. Samhliða verður sýning á barnabókum á fjölbreyttum tungumálum og Móðurmál, samtök um tvítyngi kynna starfsemi sína.

Allir velkomnir.

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 18. janúar 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

17:00