Tombóludagur

Leikföng

Tombóludagur

Borgarbókasafn | Menningarhús  Árbæ, sunnudaginn 5. nóvember 2017 kl. 12.30-15.30

Áttu leikföng, bækur, blöð eða annað sem þú notar ekki lengur og vilt gjarnan leyfa öðrum að njóta? Eða viltu festa kaup á eigulegum hlutum á góðu verði?

Þá er tilvalið að koma í bókasafnið 5. nóvember og taka þátt í tombóludeginum!

Í gegnum tíðina hafa börn verið dugleg að halda tombólu og láta ágóðan renna til góðs málefnis.  Oftast eru þau utandyra við söluna en nú gefst þeim kostur á að taka með sér varninginn og selja inn í hlýju bókasafninu. Allir krakkar velkomnir og nóg gólfpláss!

Komið og gerið góð kaup!

Nánari upplýsingar veitir: 
Natalie Colceriu, nataliejc [at] reykjavik.is, 411-6250

Mynd: “survival kit of five-year boy” by Khuroshvili Ilya (flickr) is licensed under CC BY 2.0

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 5. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:30

Viðburður endar: 

15:30