Tilnefningar Hagþenkis

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17

Tilkynnt verður um tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2017 í Grófinni, fimmtudaginn 1. febrúar næstkomandi kl. 17.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur veitt árlega viðurkenningu fyrir samningu fræðirita, kennslugagna, rannsóknir eða aðra miðlun fræðilegs efnis frá árinu 1987. Hér verður tilkynnt um tilnefningar verðlaunanna í ár; sjálf viðurkenningin verður afhent í Þjóðarbókhlöðunni að mánuði liðnum.

Léttar veitingar í boði, verið velkomin.

Nánari upplýsingar veitir:
Friðbjörg Ingimarsdóttir, verkefnastýra Hagþenkis: hagthenkir [at] hagthenkir.is

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 1. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:30