Taktu þátt í sumarbingóinu

  • Sumarbingó Bogarbókasafnsins 2017.

Sumarbingó bókasafnsins

Í öllum söfnum Borgarbókasafns er nú hægt að fá bingóspjald með 12 nýjum leiðum til að njóta þess að lesa í sumar. Þegar búið er að fylla út spjaldið má skila því í næsta safn. Dregið verður úr spjöldunum í lok sumars og nokkrir heppnir þátttakendur hljóta vinning.

Við hvetjum alla þátttakendur og aðra til að taka líka þátt í lestrarleiknum okkar á Instagram: taktu myndir af lestrarstundunum þínum og merktu með #sumarlestur2017. Við verðlaunum sniðugustu myndirnar í lok sumars.

Hér má sækja bingóspjöld til að prenta upp á eigin spýtur.