Fjöllistamenn af Heiðarborg | 17.4-22.4 | Sýning

barnamenningarhátíð Heiðarborg

Barnamenningarhátíð | Sýning | Fjöllistamenn af Heiðarborg

Borgarbókasafnið  | Menningarhús Árbæ
17. - 22.  apríl 2018

Verkin á sýningunni eru unnin af börnunum í Heiðarborg  veturinn  2017-18. Þau eru meðal annars afrakstur tónlistarverkefnis þar sem þau bjuggu til alskyns hljóðfæri úr verðlausu efni, unnið var með ýmis sönglög og endað á að halda hristu tónleika. Árlega koma til okkar harmonikkuleikarar og halda harmonikkuball. Af því tilefni bjuggu mörg börn sér til harmonikkur. Meðan veturinn var dimmastur var unnið var með ljós og skugga. Þá var leikið með vasaljós og farið í göngutúra í myrkrinu og með hluti sem glóa í myrkri, búnar til skuggabrúður og leikið skuggaleikrit. Elstu börnin  fóru á Landnámssýninguna í tenglsum við Þorrann og bjuggu sér til spil og gerðu víkinga og víkingaskip. Núna taka þau þátt í  tónlistarverkefni  Tónskóla Sigursveins. Myndir sem þau gerðu eru úr lögunum um Pílu Pínu.

Leikskólinn Heiðarborg  er við Selásbraut 56 og í skólanum eru 4 deildir.

Nánari upplýsingar veitir:
Natalie Colceriu, deildarbókavörður
nataliejc [at] reykjavik.is
411 6250 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 22. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00