Sumarlesturinn 2018 - bókalisti

Í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins skrafar starfsfólk safnsins um sínar hjartans bækur. Hér má nálgast bókalista fyrir þættina. 

ÞÁTTUR 1

Í fyrsta þætti Sumarlestursins 2018 komum við við á Ítalíu, í aldagömlum kirkjugarði og í blokk í Vesturbænum. 

Þau Björn Unnar Valsson, Guðrún Baldvinsdóttir og Hildur Baldursdóttir ræða um eftirfarandi bækur: 

Dagar höfnunar eftir Elenu Ferrante
Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino
Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson 
Lincoln in the Bardo eftir George Saunders 
Blood Meridian eftir Cormac McCarthy
The Last Ringbearer eftir Kirill Eskov 
Lífsnautnin frjóa eftir Anne B. Ragde
Kapítóla eftir E.D.E.N. Southworth
Eddubækurnar eftir Jónínu Leósdóttur: Konan í blokkinni, Stúlkan sem enginn saknaði og Óvelkomni maðurinn 

The Last Ringbearer má nálgast á pdf formi hér: https://bit.ly/2Krsajz 
 

ÞÁTTUR 2

Í öðrum þætti Sumarlestursins 2018 höfum við viðkomu á anarkísku tungli, í Plymouth og á fótboltavellinum. 

Þau Guttormur Þorsteinsson, Ólöf Sverrisdóttir og Sunna Dís Másdóttir spjalla um eftirfarandi bækur: 

Ancilliary þríleikurinn eftir Ann Leckie 
The Dispossessed eftir Ursulu Le Guin
Unfinished Tales eftir Tolkien 
Litla bakaríið við Strandgötuna eftir Jenny Colgan
Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro
Summerhill-skólinn eftir A.S. Neill
Málavextir eftir Kate Atkinson
Call Me By Your Name eftir André Aciman
Fótboltasögur (tala saman strákar) eftir Elísabetu Jökulsdóttur