Sumarlestur Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar 2017

  • Sumarlestur 2017.

Sumarlestur í samstarfi við Bókmenntaborg

Sumarlestur Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar. Takið þátt í sumarlestrinum og lesið sem mest úti um allt í sumar. Á bókasafninu skrifið þið nafn á áhugaverðri bók sem þið hafið lesið á bókarkjöl ásamt nafni, aldri og símanúmeri.

Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Fréttablaðið birtir viðtal og mynd af hinum heppna þátttakanda.

Taktu þátt í Instagram-leiknum okkar og merktu myndirnar þínar af lestrarstundum úti um allt með #sumarlestur2017. Við verðlaunum sniðugustu myndirnar í lok sumars.