Sumarlestur 2016

Sumarlestur Borgarbókasafnsins er lestrarhvetjandi verkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem markmiðið er að lesa sem flestar bækur í sumarfríinu. Eftir því sem lesnar eru fleiri bækur og þær skráðar til leiks eru meiri möguleikar á að hljóta vinning. Börnin skrifa titil bókarinnar sem þau lesa á útklipptan fisk, merkja fiskinn með nafni sínu og símanúmeri og stinga honum til sunds í fiskabúr, sem verður að finna í öllum söfnunum. Vikulega verður dregið út nafn eins lesanda sem hlýtur vinning að launum. Að auki fær einn heppinn þátttakandi vegleg verðlaun í lok sumars. Lesum saman í sumar!

sleipnir-sumarlestur-2016.png