Spurningakeppni úr verkum Guðrúnar frá Lundi

Spurningakeppni úr verkum Guðrúnar frá Lundi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudaginn 1. mars kl. 17-19

Varst þú á meðal þeirra 1130 sem fengu Dalalíf Guðrúnar frá Lundi að láni á Borgarbókasafninu í fyrra? Ertu Lísibet eða Þóra? Jón eða Jakob? Efnt verður til spurningakeppni um líf og störf Guðrúnar frá Lundi í Borgarbókasafninu Grófinni fimmtudaginn 1. mars frá kl. 17-19, í tilefni af sýningu um höfundinn sem nú stendur yfir á safninu. Fyrirkomulag keppninnar verður líkt og í pöbbkvisskeppnum sem víða eru haldnar eða liðakeppni með 2-4 í hverju liði. 

Aðdáendur Guðrúnar frá Lundi eru sérstaklega hvattir til að koma og láta ljós sitt skína og það sama á vitaskuld við um áhugafólk um bókmenntir almennt.

Spyrill í keppninni verður Sunna Dís Másdóttir, en spurningahöfundar eru þau Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn skáldkonunnar og Þórður Sævar Jónsson

Það verður heitt á könnunni auk þess sem sigurliðið mun hljóta vegleg verðlaun. Kíktu í kaffistund og láttu ljós þitt skína í skemmtilegri spurningakeppni um fólkið í Hrútadal og skapara þess. 

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir
droplaug.benediktsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6124

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 1. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

19:00