Skólaheimsóknir í tilraunaverkstæðið

  • tilraunaverkstæðið

Fiktaðu meira!  

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt. 

Haustið 2018 mun Borgarbókasafnið halda áfram að bjóða kennurum að heimsækja safnið og nýta aðstöðuna með nemendum sínum. Kynningarnar eru einkum fyrir fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára þótt laga megi efnið að öðrum aldurshópum. Kynningarnar fara fram kl. 10:30 á fimmtudögum.  Í kynningunni fá nemendurnir að kynnast því helsta sem Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins hefur upp á að bjóða. Kynningin er hugsuð sem kveikja að fleiri heimsóknum, hvort svo sem þær eru á forsendum barnanna eða skólans.  Á Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins er hægt að kynna sér forritun, taka þátt í uppfinningasmiðjum með Little Bits og Makey Makey, kynna sér þrívíddarprentun og vínylskerann. Bóka þarf heimsóknina fyrir fram. 

Bóka þarf heimsóknina fyrir fram. 

Hægt er að bóka hér:
https://goo.gl/forms/UQImTwJTdhDdzVj53

 

Nánari upplýsingar veitir: 
Natalie Colceriu
nataliejc [at] reykjavik.is
411-6175