Sant Jordi | Katalónsk menningarhátíð

Sant_jordi_Gerðuberg Borgarbókasafnið

Sant Jordi/Heilagur Georg | Katalónsk menningarhátíð

Menningarhús Gerðubergi, sunnudaginn 23. apríl kl. 14-15

Í Katalóníu er 23. apríl ætíð haldinn hátíðlegur og er mikilvægur dagur í hugum margra.  Dagurinn er tileinkaður Sant Jordi eða heilögum Georg en hann var píslarvottur í upphafi 4. aldar þegar Díókletíanus keisari Rómaveldis hóf ofsóknir á hendur kristnum mönnum. Í aldanna rás hefur hann orðið að einum vinsælasta dýrðlingi kaþólsku kirkjunnar og um hann hafa spunnist heilmargar þjóðsögur. Má þar nefna þjóðsöguna um bardagann við drekann.

Í Gerðubergi verður skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Fyrir yngstu kynslóðina verður m.a. sögustund um heilagan Georg og drekann. Bein útsending verður frá hátíðarhöldunum í Barcelona þar sem m.a. verða gerðir mennskir turnar.  Að lokum verður sýnd heimildarmyndina "Nosaltres els xiquets de Valls" (með enskum texta) sem fjallar um hina mennsku turna sem er ein af hefðunum sem tengjast hátíðarhöldunum.

Umsjón með hátíðinni hefur félag Katalóna á Íslandi/ Casal Català a Islàndia.

Nánari upplýsingar gefa:

Xavier Rodriguez, info [at] espana.is, sími: 565-1234
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Borgarbókasafninu
Sími. 8681851 holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 23. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00