Safnanótt | Háskaleikar fyrir hugaða krakka

Safnanótt  Vetrarhátíð Borgarbókasafnið Grófinni

Vetrarhátíð | Háskaleikar fyrir hugaða krakka á Safnanótt í Grófarhúsi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Föstudaginn 2. febrúar kl. 18-21

Í myrkrinu leynast margar kynjaverur og vættir sem vakna til lífsins á Safnanótt, í Grófarhúsi föstudaginn 2. febrúar kl. 18-21. Þar hafa þær fundið sér íverustað og fara á kreik þegar dimma tekur og leynast í skúmaskotum á öllum hæðum. Kjarkmiklum krökkum er boðið að koma og taka þátt í háskaleikunum og fara um húsið og takast á við voðalegar áskoranir. 
Þorir þú að vera með og taka áskoruninni?

· Leyndardómar Hogwart skólans
Í heimi Harry Potters leynast margar kynjaverur. Þorir þú að kíkja inn í leyniklefann að takast á við Lord Voldemort, varúlfa og vitsugur?
· Töfraheimur Narníu
Stígðu inn í ævintýraheim ljósa og lita og hittu fyrir glitrandi og seiðandi ævintýra- og furðuverur.
· Slím, slor, hor eða …! Hvað leynist í ógeðskassanum?
Starandi augu velta um í kaldri leðju innan um snáka og snigla! Þorir þú að þreifa ofan í kassann?
· Slenderman – Maðurinn magri
Viltu fá hárin til að rísa? Þorir þú að kíkja bak við tjöldin og hitta Manninn magra?
· Turn Quasimodos
Má bjóða þér að líta við hjá kroppinbaknum voðalega í kirkjuturninum? Vertu bara viss um að rata aftur út.
· Hvaða kynjaverur búa í völundarhúsinu?
Það er aðeins á færi hinna allra huguðustu að feta sig í gegnum hið voðalega völundarhús þar sem hætturnar leynast í hverju horni.
· Komdu og skoðaðu í líkkistuna mína
Í kirkjugörðum leynast hroðalegar verur og úr opnum gröfum skríða uppvakningar og beinagrindur. Þorir þú að leggjast í kistuna?
· Göngin dimmu og djúpu
Í dimmum göngum getur allt gerst og enginn veit hvað leynist í iðrum jarðar. Viltu sigrast á óttanum við hið ókunnuga og skríða í gegn?
· Höfuðlausn
Muntu halda höfði eða enda sem höfuðréttur óvættarinnar? Komdu undir borðið og sjáðu hvort þú haldir haus.

Frá kl. 21-23 verður hægt að fara í koldimmt karíokí þar sem hægt verður að velja úr 17 þúsund lögum. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um Vetrarhátíð og dagskrá Safnanætur
 

Umfjöllun Fréttablaðsins um Háskaleikana

Háskaleikarnir í Mannlega þættinum á Rás 1 (frá 40. mín)

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
S: 4116114

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 2. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

18:00

Viðburður endar: 

21:00