Safnanótt | Háskaleikar fyrir hugaða krakka

Vetrarhátíð Safnanótt Borgarbókasafnið Grófinni Háskaleikar

Vetrarhátíð | Háskaleikar fyrir hugaða krakka á Safnanótt í Grófarhúsi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Föstudaginn 2. febrúar kl. 18-21

Í myrkrinu leynast margar kynjaverur og vættir sem vakna til lífsins á Safnanótt, í Grófarhúsi föstudaginn 2. febrúar kl. 18-21. Þar hafa þær fundið sér íverustað og fara á kreik þegar dimma tekur og leynast í skúmaskotum á öllum hæðum. Kjarkmiklum krökkum er boðið að koma og taka þátt í háskaleikunum og fara um húsið og takast á við voðalegar áskoranir. Í lokin fá öll börn verðlaun fyrir áræðni og kjark.
Þorir þú að vera með og taka áskoruninni?
· Leyndardómar Hogwart skólans
Í heimi Harry Potters leynast margar kynjaverur. Þorir þú að kíkja inn í leyniklefann að takast á við Lord Voldemort, varúlfa og vitsugur?
· Töfraheimur Narníu
Stígðu inn í ævintýraheim ljósa og lita og hittu fyrir glitrandi og seiðandi ævintýra- og furðuverur.
· Slím, slor, hor eða …! Hvað leynist í ógeðskassanum?
Starandi augu velta um í kaldri leðju innan um snáka og snigla! Þorir þú að þreifa ofan í kassann?
· Slenderman – Maðurinn magri
Viltu fá hárin til að rísa? Þorir þú að kíkja bak við tjöldin og hitta Manninn magra?
· Turn Quasimodos
Má bjóða þér að líta við hjá kroppinbaknum voðalega í kirkjuturninum? Vertu bara viss um að rata aftur út.
· Hvaða kynjaverur búa í völundarhúsinu?
Það er aðeins á færi hinna allra huguðustu að feta sig í gegnum hið voðalega völundarhús þar sem hætturnar leynast í hverju horni.
· Komdu og skoðaðu í líkkistuna mína
Í kirkjugörðum leynast hroðalegar verur og úr opnum gröfum skríða uppvakningar og beinagrindur. Þorir þú að leggjast í kistuna?
· Göngin dimmu og djúpu
Í dimmum göngum getur allt gerst og enginn veit hvað leynist í iðrum jarðar. Viltu sigrast á óttanum við hið ókunnuga og skríða í gegn?
· Höfuðlausn
Muntu halda höfði eða enda sem höfuðréttur óvættarinnar? Komdu undir borðið og sjáðu hvort þú haldir haus.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um Vetrarhátíð og dagskrá Safnanætur
Nánari upplýsingar veitir:

Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
S: 4116114

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 2. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

18:00

Viðburður endar: 

21:00