Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnuð á Húsavík

  • Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnuð á Safnahúsinu á Húsavík
  • Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnuð á Safnahúsinu á Húsavík

Nemendur í 2. og 3. bekk Borgarhólsskóla á Húsavík voru sérstakir gestir við opnun farandsýningarinnar Þetta vilja börnin sjá 1. desember s.l. Um er að ræða síðasta viðkomustað sýningarinnar þetta árið en hún hefur frá því í mars verið sett upp á Bókasafni Seltjarnarness, Amtsbókasafninu á Akureyri, Sláturhúsinu Egilsstöðum og bókasafninu í Grindavík. Sýningin í Safnahúsinu á Húsavík stendur til 13. janúar 2018.

Sjá myndasýningu á facebook síðu Safnahússins á Húsavík...

Ný sýning á myndskreytingum í barnabókum sem gefnar eru út á árinu 2017 verður opnuð í menningahúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi sunnudaginn 21. janúar 2018. Á sama tíma verður opnuð sýning á myndskreytingum tékkneska listamannsins Petr Kopl úr barnabókum rithöfundarins Veroniku Valková sem heimsótti Borgarbókasafnið fyrr á þessu ári og las upp úr verkum sínum. Það má því með sanni segja að myndskreytingar í barnabókum verði í brennidepli í dagskrá Borgarbókasafnsins í byrjun næsta árs.