Sýningin Þetta vilja börnin sjá! opnar í Amtsbókasafninu á Akureyri

  • Sýningin Þetta vilja börnin sjá

Sýningin Borgarbókasafnsins í Gerðubergi Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri 2. ágúst og stendur hún til 25. ágúst. Frá þessu er greint á fréttavefnum kaffid.is. Þarna verða sýnd myndskreytingar fjölmargra íslenskra listamanna á barnabókum sem komu út síðasta ár.

Þetta er í 15. sinn sem sýningin er haldin og vekur hún jafnan verðskuldaða athygli. Eftir að sýningunni lýkur fyrir norðan fer hún austur Fljótdalshérað þar sem hún verður sýnd í menningarmiðstöðinni frá 10. september - 10. október. Næsta stopp er svo suður með sjó í Grindavík þar sem hún verður sýnd frá miðjum október og fram að mánaðamótum. Svo fer hún aftur norður, að þessu sinni til Húsavíkur, þar sem hún verður haldin í nóvember.