Sýningin Þetta vilja börnin sjá! á flakk um landið

  • Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
  • Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
  • Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá
  • Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá

Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá! sem opnuð var í Gerðubergi 22. janúar s.l. fer á flakk um landið eins og hefðin segir til um. Við hvetjum þá sem eru í forsvari fyrir sýningarstöðum á landsbyggðinni að sækja um að fá sýninguna. Á undanförnum árum hefur sýningin verið sett upp á 5-6 stöðum víðsvegar um landið.

Á sýningunni í ár gefur að líta myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2016 en alls 24 myndskreytar taka þátt og sýna verk úr 33 bókum. Sýningin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og gefur jafnan fjölbreytta og áhugaverða innsýn í nýjar, íslenskar barnabókmenntir.

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna...

Nánari upplýsingar veitir:

 Guðrún Dís Jónatansdóttir deildarstjóri Fræðslu- og miðlunardeildar
Netfang: gudrun.dis.jonatansdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6115