Sýning á verkum Kristbergs Péturssonar

Olíumálverk Kristbergs Péturssonar

Sýning á verkum Kristbergs Péturssonar

Borgarbókasafn | Menningarhús Gerðubergi
25. nóv. 2017 - 14. janúar 2018

Á sýningunni í Gerðubergi verða til sýnis verða ný olíumálverk og vatnslitamyndir sem sérstaklega eru unnin fyrir sýninguna með hliðsjón af möguleikum sýningarsalarins. Þessar myndir eru unnar í sama þema og verkin sem sýnd voru í Hafnarborg 2016 þótt litanotkunin á þessari sýningu verði sterkari sem hentar sýningarrýminu afar vel.

Aðspurður um verk sín segir Kristbergur að nú sé farið að örla á textabrotum og orðum í verkum sínum sem gægist fram úr abstrakt myndmálinu. Verkin samanstandi því af skrift og teikningu og hafi þróast frá því að vera pappírsverk yfir í grafík- og olíumálverk. Í verkunum teflir hann saman tveimur gjörólíkum nálgunum; annarsvegar mörgum umferðum af málningu og svo hinni hröðu aðferð skriftarinnar.

Áferð nýjustu verka hans má lýsa sem dimmum jarðlitum þar sem lýsing myndflatarins kemur að innan. Olíuverk hans samanstanda af mörgum lögum sem oft eru pússuð niður í tilraun hans til að skilja eftir spor fyrri tíðar áður en nýjum lögum er bætt við.0 

Kristbergur útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1983 og á árunum 1985-1988 stundaði hann nám við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Kristbergur kenndi við MHÍ á árunum 1989-2000 og hefur haldið fjölmörg námskeið í teikningu og málun. 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6115

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 25. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

16:00