Sögustundir

Sögustund

Í öllum deildum Borgarbókasafns er boðið upp á sögustundir fyrir leikskólahópa og yngri nemendur grunnskóla. Panta þarf fyrirfram með því að hringja í viðkomandi safn. Það er bæði lesið upp úr nýjum og gömlum íslenskum bókum og bókum sem starfsmenn hafa þýtt. Oftar en ekki er myndunum varpað upp á vegg svo að allir sjái betur.

Borgarbókasafn býður einnig elstu hópunum í leikskólunum upp á safnfræðslu. Þau fá að kynnast því hvað gert er við bækurnar áður en þær fara upp í hillur og hvernig eigi að meðhöndla þær svo þær endist sem lengst.