Sögustund | Of margir álfar

Sögustund með Immu

Sögustund | Of margir álfar

Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 28. janúar kl. 15-16

Það er fátt notalegra en að hlusta á góða sögu í skammdeginu í janúar. Ingibjörg Sveinsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, ætlar að segja söguna Of margir álfar eftir Margaret Read MacDonald.

Imma er bókmenntafræðingur að mennt. Síðastliðinn áratug hefur hún unnið með börnum og sagt þeim sögur upp á hvern dag enda er það eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir. Sem sagnaþulur leggur hún áherslu á þátttöku áheyrenda og leikinn í bókinni.

Sögustundin hefst kl. 15 og verður hún á Reykjavíkurtorgi á 1. hæð.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 28. janúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:00