Söguhringur kvenna | Nýtt heimskort

Söguhringur kvenna

Söguhringur kvenna | Nýtt heimskort

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 2. apríl kl. 13.30-16.30

Söguhringur kvenna býður konum að kynnast nýju og spennandi verkefni sem við munum byrja á næsta haust.

Lilianne van Vorstenbosch listakennari, sem hefur leitt konur söguhringsins í gegnum fjölda verkefna, mun vera í fararbroddi og aðstoða okkur við að leggja okkar af mörkum til heimsins. Með aðstoð Lilianne höfum við breytt útliti Reykjavíkur (sjá listaverk sem hangir í ráðhúsinu) og útliti Íslands í nýlegasta verkinu sem okkur var falið að vinna að fyrir Kaffitár. Í báðum málverkunum tóku konur allstaðar að þátt í að mála persónuleg teikn sem tákna þær sjálfar, eða tengsl þeirra við heimaland sitt, á bakgrunnsmynd af Reykjavík eða Íslandi. Nýjasta verkefni okkar veðrur að mála og miðla mismunandi sýn okkar á heiminn sem við búum í. Listaverkunum er ætlað að efla fjölmenningu á Íslandi, innan og utan Borgarbókasafnsins.

Þú þarft ekki að vera listamaður til að taka þátt, þar sem að þú munt læra mjög einfalda punktamálunartækni frá upphafi verkefnisins svo að þú getir sett þitt mark á heiminn. Við hlökkum til að kynna verkefnið fyrir ykkur og að hlusta á hugmyndir ykkar. Allar konur eru hvattar til að koma, hitta nýtt fólk og að fá kynningu á nýja verkefninu okkar.

Við munum hittast í menningarhúsi Borgarbókasafnsins Grófinni, Tryggvagötu 15, á 6. hæð. Kaffi og léttar veitingar verða í boði.

Allar konur eru velkomnar!

Sjá nánar um Söguhring kvenna hér  eða fylgist með starfinu í Facebook-hópnum Söguhringur kvenna/The Women's Story Circle

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir
kristin.r.vilhjalmsottir [at] reykjavik.is 

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 2. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

16:30