Sóla og sólin

Sóla segir sögu

 Sóla og sólin. Sóla segir sögur

Ævintýrahöllin, Ráðhúsi reykjavíkur 19. apríl kl. 10.45-11.15

Sóla sögukona er ein sögukonan í sögubílnum Æringja sem fer í leikskóla, skóla og frístundaheimili og segir sögur af sjálfri sér og öðrum. Það er orðin hefð að Sóla segi söguna af því þegar sólin týndist og hún fór af stað að leita af sólinni á sumardaginn fyrsta því sagan gerist á sumardaginn fyrsta og þá á Sóla líka afmæli. Í ár verður hún 120 ára og Sögubíllinn Æringi á líka 10 ára afmæli svo það er mikið um dýrðir hjá þeim báðum. Sóla segir því börnunum söguna Sóla og sólin í Ævintýrahöllinni á Barnamenningarhátíð.

Viðburðurinn er liður á Barnamenningarhátíð 2018 og stendur til 22. apríl.

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 19. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:45

Viðburður endar: 

11:15