Sæktu NML-appið og búðu til eigin lagalista

  • naxos, lagalistar, tónlistarappið, appið

Hægt er að búa til eigin lagalista í Safni sígildrar tónlistar (Naxos Music Library) og Safni heimstónlistar (Naxos Music Library World). Lagalistana er svo hægt að nálgast í gegnum tölvur, spjaldtölvur, tónhlöður og snjallsíma. En fyrst þarf að búa til reikning.

Hvernig bý ég til reikning?

  • Veldu Naxos tónlistarveitu og notaðu skírteinið til að skrá þig inn 
  • Veldu „Playlists“ í efnisyfirlitinu efst á síðunni
  • Veldu „Sign up“ efst til hægri í stikunni „Student/Member Playlists“
  • Sláðu inn umbeðnar upplýsingar og veldu „Register New Account Now“
  • Virkjaðu reikning þinn með því að smella á tengil í tölvupósti sem þú færð sendan

Nú getur þú búið til þína eigin lagalista. Eftir það getur þú alltaf notað reikningsupplýsingarnar þínar í „Login“ á stikunni „Student / Member Playlists“ fyrir lagalista eftir að þú hefur skráð þig inn á venjulegan hátt með skírteinisnúmerinu þínu.

Hvernig nálgast ég NML-appið?

  • Sæktu appið á Google Play Store eða App Store
  • Skráðu þig inn með þeim reikningsupplýsingum sem þú notaðir hér að ofan

Við bendum lánþegum okkar á að ekkert app er til fyrir Naxos Music World.

Til baka