Riff um alla borg | 29.09-08.10

Riff – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 28. sept til 8. okt.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
29. september – 8. október 2017

Föstudaginn 29. september hefjast sýningar á dagskrá stuttmynda í samstarfi við RIFF.

Borgarbókasafnið tekur þátt í Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) með sýningum á dagskrá stuttmynda í samstarfi við hátíðina og The One Minutes Institute.

Sýnt verður í kamesinu, sýningarrými á 5. hæð safnsins í Grófinni, alla virka daga frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 13-17, meðan á hátíðinni stendur. Sýningum lýkur sunnudaginn 8. október.

Dagskráin nefnist Riff um alla borg eða Riff around town og hefur verið fastur liður á dagskrá safnsins til nokkurra ára.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 8. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

18:00