Reykjavík Safarí | menningarleiðsögn á 6 tungumálum

Reykjavík Safarí

Menningarlífið í miðborginni kynnt á ensku, pólsku, spænsku, víetnömsku, arabísku og portúgölsku. (Click here for info in English, Polish, Spanish, Vietnamese, Arabic and Portuguese.)

Hvar eru bókasöfnin og söfnin, leikhúsin, stytturnar og skemmtilegu staðirnir eru? Hvað er ókeypis? Hvað gerist um helgar? Hvað er fyrir börn, fjölskyldur og fullorðna? 

Hægt verður að velja leiðsögn á ofangreindum tungumálum, en allir hóparnir hittast í lok göngunnar í Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15. Þar verður boðið upp á hressingu og Bollywood dívur úr sýningarhóp Margrétar Erlu Maack mæta með lauflétta danskennslu í Bollywood. 

Lagt af stað frá Tryggvagötu 15. Þátttaka er ókeypis, allir eru velkomnir.

Samstarf Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar.

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 6. júlí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00