Rífa, tæta, raða, líma!

rifinn pappír, pappírsverk, Borgarbókasfnið, Fjölskyldustundir Spönginni

Föndursmiðja fyrir foreldra og börn yngri en 3 ára

Menningarhús Spönginni, þriðjudaginn 17. október kl. 14-15

Á bókasöfnum er verið að grisja bókahillurnar og skapa pláss fyrir nýjar bækur, en hvað á að gera við þær gömlu?  Á fjölskyldustund í Spönginni býður Ísabella Leifsdóttir upp á föndursmiðju þar sem efniviðurinn er afskrifaðar bækur. Börnin fá að rífa að vild og líma saman aftur, með hveitilími. Útkoman getur vissulega orðið stórbrotið listaverk, en niðurstaðan er ekki endilega það sem skiptir mestu máli, heldur ferlið sjálft og samveran.

Það er einfalt og gaman að eiga skapandi stundir með börnum, segir Ísabella, það þarf ekki að kosta miklu til - tími og óskipt athygli er það mikilvægasta.

Á bókasafninu í Spönginni stendur nú yfir sýning Ísabellu, Endurspeglun, þar sem hún sýnir verk unnin upp úr leikföngum og smáglingri sem hún fær frá Góða hirðinum, dót sem aðrir hafa látið frá sér fara.  Hún var fyrr í mánuðinum með smiðju fyrir eldri börn, Drasl verður að dýrgripum.

Hægt að sjá talsvert af verkum Ísabellu á Facebook undir La Diva Rosa.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, s. 4116230
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 17. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00