Qigong | Á staðnum

Qigong með Þorvaldi Inga

Þorvaldur Ingi Jónsson kynnir og kennir Qigong æfingakerfið. 

Mánudaginn 19. mars kl. 16:30
Borgarbókasafn | Menningarhús Árbæ

Qigong æfingar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Þær opna orkubrautir og losa um andlega og likamlega spennu.

Þorvaldur hefur haldið mörg námskeið í „Qigong lífsorku“ æfingum undanfarin ár.
Á þessari stuttu kynningu fá þátttakendur grunnþekkingu á Qigong.

Allir geta gert æfingarnar. Gott er að vera í þægilegum fötum og hlýjum sokkum.

Meðmæli frá frú Vigdísi Finnbogadóttur. „Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna Qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu". 

Allir velkomnir!

Eina íslenska Qigong bókin, Gunnarsæfingarnar, verða til sölu á tilboðsverði 2.000 kr.

Nánari uppýsingar veitir: Jónína Óskarsdóttir.
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is      

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 19. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

18:30