The Psychology of Gratitude | Fyrirlestur á ensku

Eve Markowitz sálfræðingur

The Psychology of Gratitude
Fyrirlesari: Eve Markowitz
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Laugardaginn 24. febrúar kl. 14-15

Laugardaginn 24. febrúar kl. 14 mun bandaríski sálfræðingurinn Eve Markowitz fjalla um sálfræði þakklætis og gildi þess í Borgarbókasafninu Kringlunni. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Um fyrirlesturinn
Margir myndu vilja vera hamingjusamari. Og það er freistandi að trúa því að lykillinn að því sé ekki í eigin höndum. Þó hafa rannsóknir sýnt fram á að einföld breyting á hugsunarhætti með markvissri ástundun þakklætis getur aukið hamingju um allt að fjórðung. Raunar sýna rannsóknir að það að sýna þakklæti reglulega getur hjálpað fólki bæði andlega og líkamlega, aukið orku, ýtt undir bjartsýni, bætt félagsleg tengsl og jafnvel dregið úr verkjum.

Sálfræðingurinn Dr. Eve Preston mun í heimsókn sinni kynna rannsóknarmiðaðar aðferðir sem allir geta notað. Hún hvetur að auki áhorfendur sína til að taka þátt með spurningum og reynslusögum. Spjallið verður á ensku.

Eve Markowitz Preston, Ph. D., er sálfræðingur frá New York sem hefur verið að læra íslensku af sjálfsdáðum. Í sálrænum meðferðum hefur hún sérstakan áhuga á heilbrigðri öldrun og reiðistjórnun. Hún hefur haldið fyrirlestra árlega í Borgarbókasafni Reykjavíkur og á fleiri stöðum á Íslandi síðan 2014. Þetta verður fyrsta heimsókn hennar í Borgarbókasafnið Kringlunni.

Viðtal við Eve Markowitz í Morgunblaðinu

Nánari upplýsingar:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir [at] reykajvik.is
s. 6912946

.

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 24. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00