Páskabingó

Páskabingó

Páskaegg og fleiri glaðningar verða í boði í páskabingói mánudaginn fyrir páska. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Glaðningur fyrir alla krakka. 
1, apríl verður boðið upp á páskaföndur fyrir börnin undir stjórn Kristínar Arngrímsdóttur. 
Allir velkomnir!

Athugið fjölbreytta dagskrá fyrir páskana í öllum söfnum Borgarbókasafnsins.

Gerðuberg 28. mars kl. 14
Páskakanínur og páskaungar

Fjölskyldunni er boðið í skemmtilegt páskaföndur þar sem gerðir verða fallegar og litríkar páskakanínur og páskaungar.

Grófin 29. mars kl. 15
Föndrum saman páskaskraut og hlustum á Biblíusögur

Á pálmasunnudag verður boðið upp á páskaföndur fyrir börnin undir stjórn Kristínar Arngrímsdóttur. Biblíufélagið  mun sjá um sögustund og segja sögur sem tengjast páskum.

Kringlan, alla daga fram að páskum
Fjölbreytt páskaskraut

Páskaföndur alla daga fram að páskum. Litlir sætir páskaungar, flögrandi páskafuglar og  kanínusælgætisskál.

Sólheimar 1. apríl kl. 15
Páskabingó

Páskaegg og fleiri glaðningar verða í boði í páskabingói mánudaginn fyrir páska. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Spöngin 28. mars kl. 14
Páskaungar og pappírsfuglar

Boðið verður upp á að búa til fjörlega páskaunga úr pappír fyrir þau yngri og fallegt fuglaskraut til að hengja upp fyrir lengra komna. Leiðbeinandi: Birna Elín Þórðardóttir

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 30. mars 2015

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

:

Viðburður endar: 

: