Orðagull | Ritlistarnámskeið

Orðagull / Ritlistarnámskeið Spönginni

Orðagull | Ritlistarnámskeið

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Fimmtudaga milli 17 og 18.30

Á námskeiðinu verður blandað saman söguspuna og ritlist. Áherslan verður á skáldskap og spuna en þátttakendum er einnig frjálst að vinna með sína eigin sögu. Unnið verður með persónusköpun og samtöl og ýmsar ritæfingar og aðferðir kynntar sem hjálpa til að gera persónurnar og sögurnar sjálfar athyglisverðar og áheyrilegar. Einnig verður komið inná leikritun og ljóðrænan texta. Þetta er annar veturinn sem Orðagull er á dagskrá í Spönginni. Allir velkomnir, byrjendur eða lengra komnir.

Umsjónarmaður er Ólöf Sverrisdóttir leikkona, sögukona og ritlistarnemi.

Námskeiðið er átta fimmtudaga kl. 17-18.30 og hefst 28. september. Því lýkur á degi íslenskrar tungu, fimmtudaginn 16. nóvember.

Skráning hjá Ólöfu á olof.sverrisdottir [at] reykjavik.is sími 664-7718 eða hjá starfsfólki safnsins í síma 411 6230. Borgarbókasafnið |Menningarhús Spönginni Spönginni 41 sími: 411 6230 www.borgarbokasafn.is

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 5. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:30