Opnir föstudagar | Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Opnir föstudagar | Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Gerðuberg 3-5 
Föstudaginn 24. nóvember kl. 11:00 - 17:00

Í nóvember mun Borgarbókasafnið Menningarhús í Gerðubergi standa fyrir opnum föstudögum í Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins.

Á Tilraunaverkstæðinu er hægt að prófa fjölbreytta hluti eins og Micro:bit, LittleBit, Makey Makey, þrívíddarprentara, vínylskera auk fjöldann allan af skemmtilegum forritum.

Opnu dagarnir virka þannig að viðkomandi skráir sig á þann tíma sem hann vill koma, tekur fram hvað hann vill gera í Tilraunaverkstæðinu og skráir sig síðan á þau tímahólf sem hann hyggist vera á verkstæðinu. Starfsmaður frá bókasafninu verður viðkomandi innan handar og leiðbeinir þeim í gegnum fyrstu skrefin og lengra ef þess þarf.

Opni föstudagurinn stendur að þessu sinni yfir frá 11:00 - 17:00

Opnir föstudagar verða dagana 3. 10. 17 og 24. nóvember

Hægt er að skrá sig á opna föstudaga hér.

Einnig má sjá viðburðinn á facebook hér.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á fiktadumeira [at] borgarbokasafn.is eða hringja í síma 411-6175

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 24. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

11:00

Viðburður endar: 

17:00