Norræna bókasafnsvikan 13.-19. nóvember

  • Norræna bókasafnsvikan

Norræna bókasafnavikan stendur yfir dagana 13. -19. nóvember. Þema vikunnar í ár er Eyjar á Norðurlöndum og munu því bókasöfnin stilla út safnefni sem tengist því. Í ár verður 100 ára afmæli Finnlands í fókus. Lögð verður áhersla á finnskar bókmenntir þar sem 100 ár eru liðin frá því að Finnar hlutu sjálfstæði. Í sögustundum vikunnar verður lesið upp úr barnabókum eftir finnska höfunda.

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember og verður hann að þessu sinni tengdur þema Norrænu bókasafnsvikunnar. Af því tilefni eru gestir bókasafnanna beðnir að velta því fyrir sér hvaða bók á íslensku þeir mundu hafa með sér á eyðieyju. Við erum í samstarfi við Árnastofnun, Veröld og Menntamálaráðuneytið um gerð viðtalsmyndbanda við allskonar Íslendinga og íslenskumælandi fólk til að fagna Degi íslenskrar tungu  og munum við birta eitt myndband á dag á Facebook-síðu okkar frá og með 9. nóvember og telja þannig niður í daginn sjálfan.