NAXOS tónlistarstreymi

  • tónlistarstreymi, innskráning,

Innskráning í tónlistarstreymi Naxos 

Streymi sígildrar tónlistar (Naxos Music Library)
Hátt í 130.000 geisladiskar með nálægt 2 milljónum verka frá rúmlega 800 útgáfufyrirtækjum, einkum sígild tónlist. Æviágrip yfir 40 þúsund tónskálda og flytjenda, lagalistar, tónlistarorðabók og útdrættir og textar úr yfir 700 óperum ásamt fróðleik um tónlistarsöguna.

Streymi heimstónlistar (Naxos Music Library World)
Eitt umfangsmesta safn heimstónlistar sem hægt er nálgast á netinu. Rúmlega 100 þúsund verk af tæplega 10.000 plötum með rúmlega 20 þúsund flytjendum. Verkin koma frá fjölmörgum útgáfufyrirtækjum en auk Naxos ber helst að nefna heildarútgáfu hins heimsfræga Smithsonian Folkways.

Streymi myndbanda (Naxos Video Library)
Yfir 1.300 óperur, ballettar, tónlistarfræðslumyndir og tónleikar auk tónlistarferða til sögulegra staða. Auk Naxos er þar meðal annars að finna efni frá Opus Arte, Arthaus, Dacapo og EuroArts.

Streymi jazztónlistar (Naxos Music Library Jazz)
Yfir 185.000 lög frá 400 útgefendum þeirra á meðal Fantacy, Storyville, ACT, Effendi, Atlantic og Electra.

Öll söfnin eru uppfærð reglulega.

Leiðbeiningar fyrir innskráningu

Til að streyma tónlist frá Naxos tónlistarveitunum þarftu gilt bókasafnsskírteini. Þegar þú hefur valið eitt af Naxos tónlistarsöfnunum hér að ofan slærðu inn skírteinisnúmerið (sem byrjar á GE00) í reitinn „Enter passcode“ og velur síðan „Login“ hnappinn. Eftir þetta þarftu að fylgja leiðbeiningum Naxos tónlistarveitunnar sem eru á ensku.

Borgarbókasafn hefur tryggt notendum sínum ákveðinn fjölda leyfa til að nota fyrir hvert Naxos safn. Ef sá fjöldi er fullnýttur þegar þú ætlar að skrá þig inn færðu tilkynningu um það. Á „Naxos Music Library“, „Naxos Music Library World“ og „Naxos Music Library Jazz“ getur þú hlustað í þrjá tíma í hvert sinn sem þú ert skráð/ur inn en á Naxos Video Library eru engar tímatakmarkanir.

Mundu eftir að skrá þig út með rauða „Log-Out“ hnappinum efst á síðunni þegar þú hefur lokið hlustun svo að sem flest leyfi séu virk til notkunar hverju sinni.

 

Fáðu leiðbeiningar um hvernig á að búa til eigin lagalista og sækja appið