NaNoWriMo í Grófinni | Ritsmíðaverkstæði

NaNoWriMo | Ritsmíðaverkstæði

Menningarhús Grófinni, 5. hæð, miðvikudaga í nóvember frá 16 - 18

Ert þú með skáldsögu í kollinum? 

Í nóvember býður Borgarbókasafnið öllum sem taka þátt í NaNoWriMo að hreiðra um sig í Grófinni. NaNoWriMo er alþjóðlegt ritsmíðaverkefni þar sem skorað er á fólk að ljúka við heila skáldsögu á einum mánuði. Á heimasíðunni nanowrimo.org skrá höfundar sig til leiks og halda utan um sívaxandi orðafjöldann, en stefnt er að því að skrifa sögu upp á 50.000 orð! 

Tvisvar í viku í nóvember opnum við ritsmíðaverkstæði í Grófinni í samstarfi við hóp NaNoWriMo-höfunda á Íslandi, hellum upp á kaffi og yddum blýantana svo að hópurinn geti notið sín sem best við skrifin. Á leiðinni í markið fáum við svo innlit frá rithöfundi og ljúkum mánuðinum með upplestri, þar sem höfundar lesa upp afrakstur mánaðarlangs erfiðis síns. 

Vertu með í nóvember! Allir með skáldadrauma eru hjartanlega velkomnir, óháð skráningu á heimasíðu NaNoWriMo. 

Miðvikudaga frá 16-18 
Laugardaga frá 13 til 15 

Finndu NaNoWriMo-hópinn á Facebook hér

Nánari upplýsingar veitir: 
Sunna Dís Másdóttir
sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is
s. 411 6109

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

18:00