Nýtt heimskort | Söguhringur kvenna

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 22. apríl kl. 13.30 - 16.30

Söguhringur kvenna býður allar konur velkomnar í listsköpunarferli sem hófst í september 2017 og mun halda nú áfram fram eftir vetri.

Lilianne van Vorstenbosch, myndlistarkennari, sem hefur leitt konurnar í gegnum myndlistarverkefni söguhringsins, verður í fararbroddi og aðstoðar okkur við að leggja okkar af mörkum til heimsins. Með aðstoð Lilianne höfum við nú þegar breytt ásýnd Reykjavíkur (sjá listaverk sem hangir í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu) og ásýnd Íslands í nýlegasta verkinu sem okkur var falið að búa til fyrir Kaffitár. Íslandskort Söguhrings kvenna sem unnið var fyrir Kaffitár hefur öðlast „framhaldslíf“ í innanhússhönnun kaffihúsanna, á kaffiumbúðum, bílum og almennu kynningarefni fyrirtækisins.

Verkin einkennast af einfaldri en djúpri tjáningu og persónulegri sögu hvers þátttakanda. Þannig gefur verkið rými fyrir mismunandi sýn viðkomandi á heimalandið, heiminn, og mannkynið almennt. Áhersla er lögð á sameiningu, frið og samhljóm, tengsl allra og alls milli himins og jarðar. Að vinna saman myndlist krefst þess að einstaklingurinn lagi sig að hópnum og hópurinn að einstaklingnum og sá samruni endurspeglast í litasamsetningu, formi og heildarásýnd listaverksins.

Listaverkunum er ætlað að miðla ríkidæminu sem felst í því fjölbreyttu menningarlegu landslagi sem við búum í - innan og utan Borgarbókasafnsins.

Þú þarft ekki að vera listamaður til að taka þátt. Þú munt læra mjög einfalda punktamálunartækni svo þú getir með einföldum hætti sett þitt mark á heiminn. 

Við hlökkum til að kynna verkefnið og hlusta á hugmyndir ykkar. 

Allar konur eru hvattar til að koma og fræðast um nýja listsköpunarverkefnið og hitta nýtt fólk.

Kaffi og léttar veitingar verða í boði.
Sjá nánar:

Söguhringur kvenna  

Söguhringur kvenna á Facebook og Söguhringur kvenna  (lokaður hópur)

Women in Iceland

Nánari upplýsingar:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir
Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 22. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

16:30