Nýtt heimskort | Söguhringur kvenna

Heill heimur af sögum!

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, 6. hæð
Sunnudaginn 22. október kl. 13.30 - 16.30

Langar þig að taka þátt í að breyta heiminum?

Söguhringur kvenna býður upp á spennandi listsköpunarferli sem hefst í september og verður unnið á haustmánuðum. Hér verður heiminum breytt – hvorki meira né minna – og öllum áhugasömum konum boðið að taka þátt!

Söguhringurinn hefur nú þegar breytt ásýnd Reykjavíkur (sjá listaverk sem hangir í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu) og ásýnd Íslands í nýlegasta verkinu sem okkur var falið að búa til fyrir Kaffitár. Íslandskort Söguhrings kvenna hefur öðlast „framhaldslíf“ í innanhússhönnun kaffihúsanna, á kaffiumbúðum, bílum og almennu kynningarefni fyrirtækisins.

Með nýja verkinu er ætlunin að gefa rými fyrir mismunandi sýn á eigin veruleika, heimalandið, heiminn, og mannkynið almennt. Listaverkunum er ætlað að miðla ríkidæminu sem felst í því fjölbreytta menningarlega landslagi sem við búum í - innan og utan Borgarbókasafnsins.

Nú er komið að því að Söguhringur kvenna leggi sitt af mörkum til heimsmyndarinnar á skapandi hátt og eru allar konur hjartanlega velkomnar.

Þátttakendur þurfa ekki að vera listamenn og munu læra mjög einfalda punktamálunartækni til þess að geta sett sitt mark á heiminn. 

Þátttaka ókeypis. Kaffi og léttar veitingar verða í boði.

Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Samtaka kvenna af erlendum uppruna og er opinn öllum áhugasömum konum. 

Ertu forvitin? Endilega kíktu á fyrstu kynninguna þann 2.9 eða síðar í ferlinu.

Sjá nánar: www.womeniniceland.is og á Facebooksíðu Söguhrings kvenna.

Dagsetningar:
 
September
Laugardagur 2.9 kl. 13.30-16.30 
Sunnudagur 3.9 kl. 13.30-16.30
Sunnudagur 17.9 kl. 13.30-16.30
 
Október: 
Sunnudagur 8.10 kl. 13.30-16.30
Sunnudagur 22.10 kl. 13.30-16.30
 
Nóvember: 
Sunnudagur 5.11 kl. 13.30-16.30
Sunnudagur 12.11 kl. 13.30-16.30

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir
Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 22. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

16:30