Nú eru Fjölskyldustundirnar einnig í Gerðubergi

  • Fjölskyldustundir á safninu.

Nýlega hófu fjölskyldustundir göngu sína í Gerðubergi og eru þær alla miðvikudaga milli kl. 9 og 11. Foreldramorgnar eru kjörinn vettvangur og tækifæri fyrir foreldra sem eru heima til að kynnast öðrum foreldrum, spjalla og eiga notalega stund í hlýlegu umhverfi. Boðið er upp á kaffi og te, leikföng og bækur fyrir börnin. Reglulega er boðið upp á fjölbreytta fræðslu fyrir foreldra.

Foreldramorgnarnir eru foreldrum að kostnaðarlausu fara fram á 2. hæð safnsins. Með þessari nýjung eru nú foreldrastundir í Grófinni, Sólheimum, Spönginni og Gerðubergi.

Dagskrá fjölskyldustundanna.